Týnda djásn Suðurlands - Kristín Ósk Guðmundsdóttir
Selfoss, þar sem lífið á sér stað er þungamiðja í auglýsingarherferð sem var fór í gang í fyrra. Falleg sjónvarps- og samfélagsmiðlaauglýsing sem vakti mikla athygli. Nú er verið að byggja miðbæ sem mun án efa setja stóran svip á Selfoss. Eins og auglýsingarnar gefa til kynna þá er Selfoss höfuðstaður Suðurlands en hvaða höfuðstaður er ekki með menningarhús? Inn á Hótel Selfoss er ókláraður menningarsalur. Það eru eflaust margir sem hafa ekki hugmynd um að sveitarfélagið eigi stóran og glæsilegan menningarsal sem hefur staðið auður síðan 1986. Þessi stóri salur tekur rúmlega 300 manns í sæti, sviðið er eitt af stærstu sviðum á Íslandi með prýðilegri búningaaðstöðu og kjallara undir öllum salnum. Með því að klára að byggja þennan sal getur Leikfélag Selfoss, ásamt öðrum leikfélögum, sett upp enn stærri sýningar í fullkláruðum sal. Hægt væri að halda enn stærri ráðstefnur og fyrirlestra, fólk myndi fylla salinn oft og mörgum sinnum ef haldnir væru tónleikar. Það þarf að leggja lokahönd á menningarsalinn sem hefur staðið auður inn í miðju hóteli í rúm 34 ár. Slagorð auglýsingaherferðarinnar sem kostaði um 40 milljónir var Selfoss, þar sem lífið á sér stað en það á svo sannarlega ekki við um menningarlífið. Það er kominn tími til að klára menningarsalinn svo menningarlífið okkar eigi samastað. Hugsið ykkur alla þá frábæru viðburði sem gætu blómstrað í menningarsalnum okkar. Leiksýningar, tónlistarviðburðir, aðstaða fyrir kóra, tónleikar Sinfoníunnar, jólatónleikar, söngvakeppnir og leiksýningar Fjölbrautaskólans og stórar ráðstefnur. Möguleikarnir eru margir. Salurinn er til og verður einn glæsilegasti menningarsalur á landsbyggðinni. Það þarf bara að taka ákvörðun að klára salinn því Selfoss á að vera staður þar sem lífið og menningarlífið á sér stað. Ungmennaráð Árborgar skorar á Mennta- og menningarmálaráðherra og Sveitarfélagið Árborg til að fullklára menningarsalinn. Það er synd og skömm að það sé ekki löngu búið að gera það.

Týnda djásn Suðurlands - Kristín Ósk Guðmundsdóttir
Selfoss, þar sem lífið á sér stað er þungamiðja í auglýsingarherferð sem var fór í gang í fyrra. Falleg sjónvarps- og samfélagsmiðlaauglýsing sem vakti mikla athygli. Nú er verið að byggja miðbæ sem mun án efa setja stóran svip á Selfoss. Eins og auglýsingarnar gefa til kynna þá er Selfoss höfuðstaður Suðurlands en hvaða höfuðstaður er ekki með menningarhús? Inn á Hótel Selfoss er ókláraður menningarsalur. Það eru eflaust margir sem hafa ekki hugmynd um að sveitarfélagið eigi stóran og glæsilegan menningarsal sem hefur staðið auður síðan 1986. Þessi stóri salur tekur rúmlega 300 manns í sæti, sviðið er eitt af stærstu sviðum á Íslandi með prýðilegri búningaaðstöðu og kjallara undir öllum salnum. Með því að klára að byggja þennan sal getur Leikfélag Selfoss, ásamt öðrum leikfélögum, sett upp enn stærri sýningar í fullkláruðum sal. Hægt væri að halda enn stærri ráðstefnur og fyrirlestra, fólk myndi fylla salinn oft og mörgum sinnum ef haldnir væru tónleikar. Það þarf að leggja lokahönd á menningarsalinn sem hefur staðið auður inn í miðju hóteli í rúm 34 ár. Slagorð auglýsingaherferðarinnar sem kostaði um 40 milljónir var Selfoss, þar sem lífið á sér stað en það á svo sannarlega ekki við um menningarlífið. Það er kominn tími til að klára menningarsalinn svo menningarlífið okkar eigi samastað. Hugsið ykkur alla þá frábæru viðburði sem gætu blómstrað í menningarsalnum okkar. Leiksýningar, tónlistarviðburðir, aðstaða fyrir kóra, tónleikar Sinfoníunnar, jólatónleikar, söngvakeppnir og leiksýningar Fjölbrautaskólans og stórar ráðstefnur. Möguleikarnir eru margir. Salurinn er til og verður einn glæsilegasti menningarsalur á landsbyggðinni. Það þarf bara að taka ákvörðun að klára salinn því Selfoss á að vera staður þar sem lífið og menningarlífið á sér stað. Ungmennaráð Árborgar skorar á Mennta- og menningarmálaráðherra og Sveitarfélagið Árborg til að fullklára menningarsalinn. Það er synd og skömm að það sé ekki löngu búið að gera það.
