Meðlimir UNGSÁ 2020

Ungmennaráð Árborgar er skipað af 13 fulltrúum á aldrinum 14-22 ára. Það er einn fulltrúi úr hverjum grunnskóla Árborgar, tveir frá ungmennafélagi Selfoss, einn úr félagsmiðstöðinni Zelsíuz, tveir frá öðrum æskulýðsfélögum og fimm fulltrúar eru kosnir á ungmennaþingi ár hvert.

Fulltrúi frá BES

Elín Karlsdóttir

Ég er í 10.bekk og áhugamálin mín eru frjálsar og tónlist. Ég hlusta mikið á hip hop og finnst skemmtilegast að hlaupa langhlaup.

Fun facts: ég er tvíburi og mig dreymir of oft drauma þar sem að heimurinn endar.

Fulltrúi frá sunnulækjarskóla

May be an image of 1 einstaklingur

Stella María Sigurðardóttir

Ég er 15 ára í Sunnulækjarskóla. Ég elska tónlist og dýr. Ég fæ ný áhugamál á þriggja mánaða fresti og mér langar bara að geta horft tilbaka á ævina mina i framtiðinni og hugsa “sæll hvað þetta var gaman”

 

Fun facts: lífs mottóið mitt er YOLO

Fulltrúi frá Vallaskóla

Dagur Rafn Gíslason

Ég er 15 ára

Fun facts:

Fulltrúi frá félagsmiðstöðinni zelsíuz

Elín Þórdís Pálsdóttir

Ég heiti Elín Þórdís Pálsdóttir en er alltaf kölluð Ella eða Elladís. Ég er í 10 bekki í Sunnulækjarskóla og er í UNGSÁ og ungmennaráði Samfés fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Zelsiuz. Einnig er ég formaður nemandaráðsins í Sunnulækjarskóla. Ég hef lengi haft áhuga á stjórnmálum, umhverfismálum og félagsmálum. Ég stunda körfubolta og hestamennsku.

Fun facts: Ég æfði sund í þrjú ár og ég hnerra eins og mús.

Fulltrúi frá ungmennafélagi selfoss

Emilía Ósk Guðmundsdóttir

Ég er 17 ára og er fulltrúi ungmennaráðs Árborgar fyrir hönd ungmennafélag Selfoss. Ég er á loka ári í Fsu. Áhuga málin min eru crossfit og að mála.

Fun fact: Ég hef flogið flugvél.

Fulltrúi frá Ungmennafélagi selfoss

Ásrún Aldís Hreinsdóttir

Ég er fulltrúi í UNGSÁ fyrir hönd Umf Selfoss. Ég er á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurlands og æfi frjálsar og læri söng. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á félagsmálum og stjórnmálum einnig er ég meðlimur í ungmennaráði Samfés.

Fun facts: Ég var í lúðrasveit og æfði á trompet í 4 ár

Fulltrúi frá öðrum æskulýðsfélögum

Sindri Snær Bjarnason

Ég er 15 ára

Fun facts:

Fulltrúi frá öðrum æskulýðsfélögum

Jakub Oskar Tomczyk

Ég er 15 ára

Fun facts:

Fulltrúi kosinn á ungmennaþingi

Agnes Ósk Ægisdóttir

Ég er í 10.bekk og hef áhuga á tónlist, stjörnufræði, tísku og pólitík. Ég er mjög keppnissöm, elska haust og elska að fara í göngutúra.

Fun facts: ég er með 5 háskólagráður í Pinterest borðum og ég safna playmobil og dýrabeinum.

Fulltrúi kosinn á ungmennaþingi

Atli Dagur Guðmundsson

Ég er á fyrsta ári í HÍ þar sem ég læri stjórnmálafræði.
Ég hef mikinn áhuga á pólitík og fylgist mikið með henni bæði hérlendis og erlendis. Það sem fangar athygli mína eru umhverfismál, málefni hinsegin fólks, minnihluta- og jaðarhópa, og flóttafólks og hælisleitenda.
Ég er einnig kjörinn fulltrúi UNGSÁ í Ungmennaráði SASS.

Fun facts: ég er 194 cm á hæð og keyri rafbíl.

Fulltrúi KOSINN Á UNGMENNAÞINGI

Skarphéðinn Steinn Sveinsson

Ég heiti Skarphéðinn og er 15 ára snáði í Vallaskóla. Ég var kosinn í ungmennaráðið á ungmennaþingi, ég æfi handbolta og hef gaman af veiði.

Fun facts: ég borða epli á hverju kvöldi

Fulltrúi KOSINN Á UNGMENNAÞINGI

Birkir Óli Gunnarsson

Ég heiti Birkir Óli og er 14 ára í Vallaskóla. Ég var kosinn í ungmennaráðið á ungmennaþingi og ég æfi fótbolta.

Fun facts: ég er rosalegur Star wars aðdáandi

Fulltrúi KOSINN Á UNGMENNAÞINGI

May be a closeup of 1 einstaklingur

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir

Ég heiti Ólafía Ósk en er kölluð Óla og er kjörinn fulltrúi í ungmennaráði Árborgar. Ég er 18 ára og er á öðru ári í Fsu. Áhugamálin mín eru að lesa, hlusta á tónlist, synda og að vera með vinum mínum.

Fun facts: ég á tvíburabróður og er ekki með rófubein/spjaldhrygg